Að lifa með MG

Það er flókið líf að lifa með MG sjúkdóminn þar sem hann er mikið ólíkindatól og sveiflur hans geta verið mjög kvikar og ófyrirsjáanlegar. Margt er samt hægt að gera til að auðvelda sér lífið þó ekki sé á vísan að róa með að MGið verði samvinnufúst.

Margt er hægt að læra af öðru MG fólki er varðar bjargráð daglegs lífs og því hvetjum við alla MG sjúklinga að koma í félagið okkar. Það er alltaf gott að tala við fólk sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum.

Athugið að þessi texti er í vinnslu og gæti tekið breytingum.