Margt getur valdið versnun á MG; hiti og raki, mikill kuldi, tilfinningalegt uppnám, slys, sýkingar, svæfing, deyfing og lyfjagjafir.
Mjög mörg algeng lyf geta valdið versnun á MG. Þó að það sé svolítið misjafnt milli einstaklinga hvaða lyf valda versnun og hversu mikilli eða til hve langs tíma þá eru sum lyf varasamari en önnur. Stundum kemur fram í fylgiseðlinum að lyfin geti valdið versnun á MG en oftast kemur slíkt ekki fram í fylgiseðli eða í sérlyfjaskrá. Lyfjafræðingar apóteka eru oft betur upplýstir en almennir læknar um hvaða lyf eru áhættusöm fyrir MG fólk. MG fólk er hvatt til að ganga með lyfjalista um varasöm lyf á sér. Athugið að sum lyfjanna sem eru á listanum yfir varasöm lyf geta samt verið lífsbjargandi við ákveðnar aðstæður.
Þau hjarta- og blóðþrýstingslyf sem helst eru til vandræða eru:
Lyf við hjartsláttartruflunum af flokki Ia
- Betablokkarar (misslæmir): Seloken og lyf sem enda á -olol eins og Atenolol.
- Kalsíumgangalokar af L týpu: Amló, Adalat, Norvasc, Felodipine og önnur -dipine lyf.
- Blóðfitulækkandi lyf: Lipistad, Zarator og lyf sem enda á -statin.
- Ef þvagræsilyf eru notuð þarf að gæta að kalíum magni í blóði og eða gefa kaleorid með.
Öndunarslævandi lyf geta öll valdið versnun á MG. Hvort fólk þolir þessi lyf eru mjög skammtaháð og einstaklingsbundið eftir því hvort og hversu mikil einkenni frá öndunarvöðvum eru:
- Sterk verkjalyf eins og Parkódín og Morfín (ópíóíðar) ofl.
- Róandi lyf: Tafil, Sobril, Nozinan, Quetiapine ofl.
- Svefnlyf: Imovan, Stilnoct ofl.
- Fogaveikilyf: Gapapentin, Pregabalin ofl
Forðast skal eftirfarandi lyf sem geta valdið versnun á MG:
- D-penicillamine getur jafnvel framkallað MG
- Magnesíum skyldi ekki gefið í æð og forðast háa skammta í töflum.
- Bótox skyldi ekki nota.
- Öll lyf/bætiefni sem notuð eru við malaríu (stundum notuð við gigt eða öðru): Kínín,
- Lyf sem skyldi nota með mikilli varúð hjá MG sjúklingum:
- Sum svæfingalyf og deyfingalyf.
- Geðrofslyf eins og Líthíum og Klórprómazín.
Sýklalyf sem geta valdið versnun á MG með beinum áhrifum á taugavöðvamót:
Telitromycin eða Ketek skyldi aldrei nota hjá MG fólki (Black box viðvörun). Önnur sýklalyf sem skyldi varast að nota hjá MG fólki nema ekki verði hjá því komist og þá aðeins á spítala /undir góðu eftirliti þar sem líkur á versnun eru miklar:
- Aminóglýkósíðar (aminoglycosides): streptomycin, gentamicin og neomycin, En ath. að tobramycin veldur yfirleitt minni vanda en hin.
- Flúórókínólónar (fluoroquinolones): Síprox/Ciprofloxacin og önnur lyf sem enda á -floxacin.
- Makrólíðar (macrolies): erythromycin, clarithromycin, azithromycin/Zitromax.
Önnur sýkingalyf sem eru líkleg til að valda versun á MG:
- Clindamycin/Dalacin.
- Sveppalyfið Voriconazole og veirulyfið Peramivir hafa valdið versnun á MG.
Tetracýklín sýklalyf geta valdið versnun á MG, þó sjaldnast hættulegri – sumt MG fólk þolir þau ágætlega eða fá aðeins tímabundna væga versnun: Doxycylclin/Doxylin/Oracea, Lymecycline og Tygacil. Sama má segja um nitrofurantoin/Furadantin.
Penicillin og afleiður þeirra enda oft á -cillin ásamt súlfalyfjum þolast yfirleitt vel hjá MG sjúklingum. Dæmi um penicillin eru lyf sem enda á -cillin en líka: Kavepenin, Penomax ogSelexid.
Þau lyf sem minnstar líkur eru á að séu til vandræða eru: parasetamól, bólgueyðandi gigtarlyf eins og íbúfen, þríhringlaga þunglyndislyf .
Ath! sum lyf við MG geta valdið tímabundinni versnun á MG eða versnun við ákveðnar aðstæður. Sterar geta valdið versnun á fyrstu viku/m áður en þeir fara að gera gagn. Mestinon getur aukið áhrif ópíóíða, minnka ópíóíða skammtana ef ekki verður komist hjá því að gefa þá.
Ekki verður hjá því komist að nota stundum krabbameinslyf þrátt fyrir að þau valdi versnun á MG en þá er mikilvægt að undirbúa sjúkling vel með varnarlyfjagjöfum (sterum, IVIG eða blóðvatnsskilun, plasmapharesis á ensku). Þessi krabbameins lyf eru helst af flokki interferona, „immune checkpoint inhibitor“ og „tyrosine kinase inhibitor“
Aðalheimild: Sheikh, S., Alvi, U., Soliven, B., & Rezania, K. (2021). Drugs That Induce or Cause Deterioration of Myasthenia Gravis: An Update. Journal of clinical medicine, 10(7), 1537. https://doi.org/10.3390/jcm10071537
Athugið að þessi texti er í vinnslu og gæti tekið breytingum.