Medic Alert

MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með langvarandi eða bráða sjúkdóma. MedicAlert veitir öryggi gegn mistökum eða töf á réttri meðferð hjá sjúklingum ef þeir verða meðvitundarlausir eða af öðrum ástæðum ófærir að gera grein fyrir veikindum sínum.

Þríþætt öryggiskerfi

Málmplata með merki MedicAlert á annarri hliðinni, en sjúkdómsgreiningu og meðferð merkisberans á hinni hliðinni. Einnig er einkennisnúmer hans hjá MedicAlert skráð og símanúmer vaktstöðvarinnar. Málmplötuna er hægt að fá sem armband eða hálsmen.

Nafnspjald þar sem skráð er einkennisnúmer hjá MedicAlert, nafn og símanúmer aðstandanda og tveggja lækna sem stunda merkisberann. Einnig er skráð sjúkdómsgreining og mikilvæg lyfjameðferð.

Vaktstöð. Upplýsingar sem merkisberi lætur skrif­stofunni í té í umsókn þessa bæklings eru varðveittar í sérstakri vaktstöð á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þangað má hringja allan sólarhringinn, merkisbera að kostnaðarlausu (grænt númer) hvaðan sem er úr heiminum, til að fá nauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóm eða meðferð merkisberans.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum medicalert.is