Samstarf

MG félag Íslands er sjálfstætt félag undir regnhlíf ÖBÍ.

MG félag Íslands er líka undir regnhlíf EuMGA (European Myasthenia Gravis Association) sem hefur að markmiði að veita gagnlegar upplýsingar og stuðning við fólk með MG og MG félög Evrópu t.d. þegar lyfjaskortur verður.

MG félag Íslands er í samstarfi við MG félög Norðurlandanna undir nafninu NRMG. Löndin skiptast á að halda aðalfund NRMG annað hvert ár. Árið 2024 var komið að Íslandi að halda norræna fundinn.

Árið 2022 hélt Danmörk norræna fundinn og tók upp þá nýbreytni að vera með MG ráðstefnu þar sem helsta vísindafólk norðurlandanna þegar kemur að MG hélt erindi um þær rannsóknir sem þau eru að gera. Ráðstefnan tókst svo vel að MG félag Íslands hélt aðra slíka ráðstefnu í tengslum við norræna fundinn í september 2024.